Litla stúlkan með áskriftirnar Gerður Kristný skrifar 1. febrúar 2010 06:00 Á mánudagskvöldið sló sölukona á þráðinn til mín. „Halló!" sagði ég í tólið og hafði varla sleppt orðinu þegar synir mínir þurftu báðir á mér að halda. Það er segin saga að í hvert sinn sem ég fer í símann vilja þeir að ég finni bangsa, bíla eða pleymósjóræningjahandjárn. „Halló!" sagði röddin á hinum enda línunnar. „Má bjóða þér áskrift að tímaritinu Lifandi vísindum … eða nei!" Konan hugsaði sig um og bætti við: „Ég meina Nýju lífi." „Nei, takk," sagði ég. Á kvöldin finnst mér mig aldrei vanta neitt nema svefn en áður en að því kemur þarf samt að finna bangsann, bílinn og pleymósjóræningjahandjárnin. „Ókei, bless," svaraði konan snögg upp á lagið og þar með lauk símtalinu. Einu sinni var ég ritstjóri hjá tímaritaútgáfu sem síðan hefur skipt um kennitölu og heitir nú allt öðru nafni en þegar ég laut þar yfir ljósaborð og át prinspóló í öll mál. Þegar ég fór í barnsburðarleyfi þáði ég að nokkur tímaritanna yrðu send heim til mín. Síðan þá hef ég ekki með nokkru móti getað losnað af lista eftirhreytna fyrirtækisins yfir „fyrrverandi áskrifendur" og fæ þess vegna reglulega upphringingar frá sölufólki. Engu skiptir að litlu tákni hafi verið komið fyrir við nafnið mitt í símaskránni til merkis um að ég vilji ekki að sölufólk hringi í mig. Ástandið var ósköp svipað þegar ég var ritstjóri því þá var stundum hringt í mig frá útgáfunni og mér boðin áskrift að tímaritinu sem ég ritstýrði. Þá kom stundum upp í mér púkinn: „Sérðu myndina af konunni þarna hjá ritstjórnarpistlinum? Þetta er ég." Einhverju sinni kom ég fram í auglýsingaherferð banka sem síðan hefur líka skipt nokkrum sinnum um nafn. Þá var hringt í mig nokkrum sinnum og reynt að fá mig til að kaupa það sem ég sjálf auglýsti á skiltum, í dagblöðum og sjónvarpi og hafði því fyrir margt löngu bæði kynnt mér og nýtt. Ekki fannst mér síður skemmtilegt þá að segja: „Sjáðu konuna í plöggunum fyrir framan þig. Þetta er ég." Kæra sölufólk, geymið þennan pistil. Þegar það hvarflar að ykkur að hringja í mig til að selja mér eitthvað - þótt ég óski eftir því að það sé látið ógert - getið þið að minnsta kosti látið mér eftir þá ánægju að segja: „Sérðu konuna á úrklippunni fyrir framan þig og skrifar um að hún vilji ekki að sölufólk hringi í sig? Það er ég!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á mánudagskvöldið sló sölukona á þráðinn til mín. „Halló!" sagði ég í tólið og hafði varla sleppt orðinu þegar synir mínir þurftu báðir á mér að halda. Það er segin saga að í hvert sinn sem ég fer í símann vilja þeir að ég finni bangsa, bíla eða pleymósjóræningjahandjárn. „Halló!" sagði röddin á hinum enda línunnar. „Má bjóða þér áskrift að tímaritinu Lifandi vísindum … eða nei!" Konan hugsaði sig um og bætti við: „Ég meina Nýju lífi." „Nei, takk," sagði ég. Á kvöldin finnst mér mig aldrei vanta neitt nema svefn en áður en að því kemur þarf samt að finna bangsann, bílinn og pleymósjóræningjahandjárnin. „Ókei, bless," svaraði konan snögg upp á lagið og þar með lauk símtalinu. Einu sinni var ég ritstjóri hjá tímaritaútgáfu sem síðan hefur skipt um kennitölu og heitir nú allt öðru nafni en þegar ég laut þar yfir ljósaborð og át prinspóló í öll mál. Þegar ég fór í barnsburðarleyfi þáði ég að nokkur tímaritanna yrðu send heim til mín. Síðan þá hef ég ekki með nokkru móti getað losnað af lista eftirhreytna fyrirtækisins yfir „fyrrverandi áskrifendur" og fæ þess vegna reglulega upphringingar frá sölufólki. Engu skiptir að litlu tákni hafi verið komið fyrir við nafnið mitt í símaskránni til merkis um að ég vilji ekki að sölufólk hringi í mig. Ástandið var ósköp svipað þegar ég var ritstjóri því þá var stundum hringt í mig frá útgáfunni og mér boðin áskrift að tímaritinu sem ég ritstýrði. Þá kom stundum upp í mér púkinn: „Sérðu myndina af konunni þarna hjá ritstjórnarpistlinum? Þetta er ég." Einhverju sinni kom ég fram í auglýsingaherferð banka sem síðan hefur líka skipt nokkrum sinnum um nafn. Þá var hringt í mig nokkrum sinnum og reynt að fá mig til að kaupa það sem ég sjálf auglýsti á skiltum, í dagblöðum og sjónvarpi og hafði því fyrir margt löngu bæði kynnt mér og nýtt. Ekki fannst mér síður skemmtilegt þá að segja: „Sjáðu konuna í plöggunum fyrir framan þig. Þetta er ég." Kæra sölufólk, geymið þennan pistil. Þegar það hvarflar að ykkur að hringja í mig til að selja mér eitthvað - þótt ég óski eftir því að það sé látið ógert - getið þið að minnsta kosti látið mér eftir þá ánægju að segja: „Sérðu konuna á úrklippunni fyrir framan þig og skrifar um að hún vilji ekki að sölufólk hringi í sig? Það er ég!"
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun