Það var hátíðleg stund í Kringlunni um helgina þegar kveikt var á jólatrénu. Það var forsetafrúin Dorrit Moussaieff sem tendraði ljósin á trénu og við sama tækifæri hófst góðgerðasöfnun á jólapökkum undir jólatréð.
Gleðin skein úr andlitum barna sem voru viðstödd en auk forsetafrúarinnar mættu sjónvarpsstjarnan Sveppi og jólasveinar á staðinn og sungu fyrir börnin. Þá sungu Frostrósir ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.




