Spegilmynd Þrastar Ólafssonar Aðalsteinn Baldursson skrifar 8. desember 2010 14:05 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið 1. desember, það er á fullveldisdegi Íslendinga. Þar boðar hann nýja og hrokafulla sýn á framtíð þjóðarinnar, greinin er auk þess full af fordómum í garð landsbyggðarinnar. Hann undrast mjög ofsóknarkrossferð fólks gegn hugmyndum stjórnvalda um að rústa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og talar jafnframt um fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Hvað Þresti gengur til með þessum skrifum er ekki vitað nema hann hafi ákveðið að koma út úr skápnum á fullveldisdeginum og tjá sig opinberlega um skoðun sína á landsbyggðinni og fólkinu sem þar býr. Fólki sem er þessa dagana að berjast fyrir tilverurétti sínum og lágmarksöryggi. Reyndar átti ég tal við Þröst fyrir nokkrum árum um byggðamál og veit því hvaða hug hann ber til byggðarlaga út á landi. Byggðalaga sem með framleiðslu sinni hafa skapað gjaldeyri fyrir þjóðina en verðmætasköpun er víða mikil á landsbyggðinni, ekki síst í sjávarplássum. Hagfræðingurinn á varla erfitt með að reikna það út. Reyndar liggja þessar tölur fyrir og sýna að verðmætasköpunin er mun meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Arðurinn hefur komið sér vel fyrir íslenska þjóð og verið notaður meðal annars til að halda úti starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem Þröstur var lengi í forsvari. Svo ekki sé talað um fjárflæðið í nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. Það er því rangt að halda því fram að landsbyggðin sé baggi á þjóðfélaginu og eigi ekki rétt á framlögum frá ríkinu til að halda uppi lögbundinni grunnþjónustu. Hjáseta landsbyggðarinnar Það er engin innistæða fyrir orðum hagfræðingsins um að landsbyggðin ætli sér ekki að taka þátt í að endurreisa Ísland. Landsbyggðin mun axla sína ábyrgð, annað stendur ekki til þrátt fyrir að landsbyggðin hafi að litlu leyti verið þátttakandi í því rugli sem viðgekkst á Íslandi í fjárfestingum og sjóðarugli á þeim áratug sem nú er að líða. Hagfræðingnum er vel kunnugt um póstnúmer þenslunnar og óráðsíunnar. Ef ekki, skal ég fræða hann um það og leggja fram upplýsingar sem staðfesta að landsbyggðin greiðir fyrir alla þá þjónustu sem hún fær og rúmlega það með sínum útflutningstekjum. Eigum rétt á grunnþjónustu Er óeðlilegt að farið sé eftir lögum frá Alþingi og öllum þegnum lýðveldisins bjóðist heilbrigðisþjónusta og gott aðgengi að framhaldsskólum? Af skrifum hagfræðingsins að dæma er þetta lúxusþjónusta sem á að vera í boði fyrir þá sem búa við Faxaflóann, skítt með hina. „Hefjum borgríkið á loft" kveður spámaðurinn. Þessu er ég að sjálfsögðu gjörsamlega ósammála. Það er að sjálfsögðu eðlilegt að menn búi við heilbrigðisþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum. Það er ekki verið að tala um að hátæknisjúkrahús séu í hverju héraði. Menn eru að tala um eðlilega heilbrigðisþjónustu með aðgengi að hátæknisjúkrahúsum á Akureyri og í Reykjavík. Svo er það þannig að við sem búum á landsbyggðinni höfum áhuga á að hafa skóla og læra að skrifa og reikna í okkar heimabyggð með aðgengi að framhaldsskólum burt séð frá skoðunum hagfræðingsins. Verði vegið frekar að þessum grunnþáttum á landsbyggðinni verður brugðist við því með viðeigandi hætti, því skal ég lofa hagfræðingnum. Gleymum því heldur ekki að það hefur þegar átt sér stað mikill niðurskurður í velferðarþjónustunni, ekki síst á landsbyggðinni. Meðal annars hefur fæðingardeildum og skurðstofum verið lokað í sparnaðarskyni en hagfræðingurinn grínast með þessi atriði í skrifum sínum, sem er honum ekki sæmandi. Ráðdeild og sparnaður borgar sig Ég er sammála hagfræðingnum hvað það varðar, að við búum í auðugu landi og ríkið verður á hverjum tíma að sýna ráðdeild og sparnað í ríkisútgjöldum. Með það að leiðarljósi verða stjórnvöld að forgangsraða verkefnum og tryggja jafnan og sanngjarnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnu burt séð frá búsetu og hvaðan tekjurnar koma. Við eigum að líta á okkur sem eina þjóð, eða eins og hagfræðingurinn orðaði það svo vel í grein sinni: „Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð."
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun