Dæmt fyrir mansal í fyrsta sinn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2010 06:00 Daginn sem konur tileinkuðu 8. mars baráttu sinni fyrir jafnrétti kynjanna í hundraðasta sinn féll tímamótadómur í Héraðsdómi Reykjaness. Í fyrsta sinn hér á landi hlutu menn dóma fyrir mansal þegar fimm Litháar fengu hver fimm ára dóm fyrir mansal. Þar með hefur verið staðfest í fyrsta sinn fyrir dómi á Íslandi að hér eigi sér stað mansal, tæpu ári eftir að ríkisstjórn Íslands samþykkti aðgerðaáætlun sína gegn mansali. Mál stúlkunnar frá Litháen, sem var fórnarlamb hinna dæmdu, hefur vakið mikla athygli enda mátti í því sjá sterka samsvörun við kvikmynd sem margir hafa séð og hefur raunar einnig verið flutt á sviði hér á landi, Lilya4Ever. Birtingarmyndir mansals eru þó alls ekki allar á þennan veg. Mansal er talið vera þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heimi á eftir vopna- og fíkniefnasölu. Fórnarlömb mansals koma úr ýmsum áttum en algengast er að ánauðin felist í vændi eða annarri kynlífsþjónustu. Talið er að 70 til 80 prósent þolenda mansals séu í kynlífsiðnaðinum. Ekki eru liðin nema átta ár frá því að íslensk stjórnvöld fjölluðu fyrst um mansal. Á þeim tíma hefur þungi mansals-umræðunnar aukist stöðugt um leið og vísbendingum hefur fjölgað um mansal á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur sá hópur verið fyrirferðarmikill sem hefur viljað skella skollaeyrum við því að mansal sér hér fyrir hendi. Dómurinn í Héraðsdómi Reykjaness tekur vonandi af allan vafa um það þannig að ekki þurfi að eyða meiri tíma í að komast á sömu blaðsíðu um það hvort mansal sé fyrir hendi á Íslandi eða ekki Síðastliðið haust var kynnt skýrsla um umfang og eðli mansals á Íslandi. Fríða Rós Valdimarsdóttir vann skýrsluna fyrir Rauða kross Íslands í samstarfi við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði. Í skýrslunni kom fram að mansalsmál á Íslandi á því þriggja ára tímabili sem rannsóknin tók til væru að lágmarki 59 talsins en gætu verið allt upp í 128. Í skýrslunni voru líkur leiddar að því að sú staðreynd að ekki hafi verið komið upp vernd og öryggi fyrir fórnarlömb mansals hér á landi sé líkleg ástæða þess hversu fá slík mál hafi komið upp hér á landi. Dómurinn sem féll á mánudaginn, ásamt máli Catalinu Mikue Ncogo, sem nú er fyrir dómi, leiða vonandi til þess að skýra línur varðandi meðferð mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða. Þrátt fyrir að Hæstiréttur eigi enn eftir að fjalla um mansalsdóminn sem féll á mánudag ber að fagna honum sem umtalsverðum áfanga í baráttunni gegn mansali. Líklegt verður að teljast að dómurinn gefi konum sem hér eru ánauðugar í kynlífsþjónustu von um frelsi. Það eru tímamót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun
Daginn sem konur tileinkuðu 8. mars baráttu sinni fyrir jafnrétti kynjanna í hundraðasta sinn féll tímamótadómur í Héraðsdómi Reykjaness. Í fyrsta sinn hér á landi hlutu menn dóma fyrir mansal þegar fimm Litháar fengu hver fimm ára dóm fyrir mansal. Þar með hefur verið staðfest í fyrsta sinn fyrir dómi á Íslandi að hér eigi sér stað mansal, tæpu ári eftir að ríkisstjórn Íslands samþykkti aðgerðaáætlun sína gegn mansali. Mál stúlkunnar frá Litháen, sem var fórnarlamb hinna dæmdu, hefur vakið mikla athygli enda mátti í því sjá sterka samsvörun við kvikmynd sem margir hafa séð og hefur raunar einnig verið flutt á sviði hér á landi, Lilya4Ever. Birtingarmyndir mansals eru þó alls ekki allar á þennan veg. Mansal er talið vera þriðja umfangsmesta glæpastarfsemi í heimi á eftir vopna- og fíkniefnasölu. Fórnarlömb mansals koma úr ýmsum áttum en algengast er að ánauðin felist í vændi eða annarri kynlífsþjónustu. Talið er að 70 til 80 prósent þolenda mansals séu í kynlífsiðnaðinum. Ekki eru liðin nema átta ár frá því að íslensk stjórnvöld fjölluðu fyrst um mansal. Á þeim tíma hefur þungi mansals-umræðunnar aukist stöðugt um leið og vísbendingum hefur fjölgað um mansal á Íslandi. Þrátt fyrir það hefur sá hópur verið fyrirferðarmikill sem hefur viljað skella skollaeyrum við því að mansal sér hér fyrir hendi. Dómurinn í Héraðsdómi Reykjaness tekur vonandi af allan vafa um það þannig að ekki þurfi að eyða meiri tíma í að komast á sömu blaðsíðu um það hvort mansal sé fyrir hendi á Íslandi eða ekki Síðastliðið haust var kynnt skýrsla um umfang og eðli mansals á Íslandi. Fríða Rós Valdimarsdóttir vann skýrsluna fyrir Rauða kross Íslands í samstarfi við Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræði. Í skýrslunni kom fram að mansalsmál á Íslandi á því þriggja ára tímabili sem rannsóknin tók til væru að lágmarki 59 talsins en gætu verið allt upp í 128. Í skýrslunni voru líkur leiddar að því að sú staðreynd að ekki hafi verið komið upp vernd og öryggi fyrir fórnarlömb mansals hér á landi sé líkleg ástæða þess hversu fá slík mál hafi komið upp hér á landi. Dómurinn sem féll á mánudaginn, ásamt máli Catalinu Mikue Ncogo, sem nú er fyrir dómi, leiða vonandi til þess að skýra línur varðandi meðferð mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða. Þrátt fyrir að Hæstiréttur eigi enn eftir að fjalla um mansalsdóminn sem féll á mánudag ber að fagna honum sem umtalsverðum áfanga í baráttunni gegn mansali. Líklegt verður að teljast að dómurinn gefi konum sem hér eru ánauðugar í kynlífsþjónustu von um frelsi. Það eru tímamót.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun