Nýbakaður DTM-meistari vonast eftir Formúlu 1 sæti 29. nóvember 2010 13:58 Paul di Resta og Timo Scheider á verðalaunapallinum í Sjanghæ á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Hasan Bratic Bongarts Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru keppnisökumenn Force India í ár. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Paul di Resta vann meistaratitilinn í DTM mótaröðinni með Mercedes, en lokamót ársins fór fram í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Flest mót í þessari mótaröð fara fram í Þýskalandi. Paul di Resta varð í öðru sæti á eftir landa sínum Gary Paffett í mótinu í Sjanghæ og það dugði til að hann hreppti titilinn. Di Resta hefur verið varaökumaður Force India liðsins á þessu ári og í frétt á autosport.com í dag segist hann áhugasamur um að komast að sem keppnisökumaður í Formúlu 1. "Force India hefur gefið mér gott tækifæri á þessu ári. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera hluti af Formúlu 1 liði og ég hef getað gert frábæra hluti með þeim á þessu ári", sagði di Resta um í frétt autosport. "Augljóslega er ég að vonast eftir sæti hjá liðinu og að byggja upp langvarandi samvinnu. F1 er draumur minn og ég mun vinna að því að láta hann rætast." "Mercedes hefur reynst mér vel og ég vil ekki gleyma því. Ég er bara ánægður að vinna titilinn í DTM með þeim", sagði di Resta. Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi voru keppnisökumenn Force India í ár.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira