Iceland Airwaves ætla að vera með tónleika í tengslum við Akureyrarvöku um næstu helgi. Tónleikarnir fara fram á Græna hattinum og koma þar fram hljómsveitirnar Bloodgroup, Endless Dark, Sjálfsprottinn Spévísi og Buxnaskjóna en þær eiga það sameiginlegt að vera af landsbyggðinni. Tónleikarnir eru á laugardagskvöldið og húsið verður opnað kl. 22. Aðgangur er ókeypis.
Airwaves til Akureyrar
