„Hlykkjaðist fram eins og ormur“ 16. apríl 2010 06:00 Létt yfir fólki Íbúar tóku umstanginu hæfilega alvarlega enda þaulvant fólk á ferð í þriðju rýmingu á skömmum tíma.mynd/egill bjarnason „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira