Biðin kostar sveitarfélögin hundruð milljóna 2. febrúar 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Guðríður Arnardóttir skrifar um Icesave Á meðan lítið þokast í átt að einhvers konar samkomulagi við stjórnarandstöðuna um málalyktir Icesave-samkomulagsins má segja að allur efnahagsbati sé hér í frosti. Umræðan sveiflast nánast daglega með eða á móti lögunum og svo virðist sem síðasti ræðumaður þann daginn ráði ferðinni í skoðanakönnun þess næsta. Ég er ein 11 kjörinna fulltrúa sem stjórna öðru stærsta sveitarfélagi landsins, Kópavogi. Sveitarfélagið veltir um 18 milljörðum á ári og er með hundruð starfsmanna í vinnu. Hlutverk mitt er að gæta hagsmuna íbúanna sem jafnframt því að eiga félagið eru viðskiptavinir þess. Mitt hlutverk er að sjá til þess að rekstur þess sé traustur og eiga þúsundir bæjarbúa mikið undir að vel takist til. Í lok árs 2009 var ég farin að líta bjartsýnni augum til ársins 2010. Það var merkjanlegur bati í efnahagslífinu. Til að mynda hafði gengi krónunnar verið stöðugt í 5 mánuði, stýrivextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og verðbólga hafði ekki verið lægri í 2 ár. Minna atvinnuleysi og minni samdráttur varð á árinu en spár gerðu ráð fyrir í upphafi árs og skuldatryggingarálag lækkaði um helming frá því sem mest var! Þann sama dag og forsetinn neitaði að staðfesta Icesave-lögin féll lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk. Þann sama dag jókst skuldatryggingarálag Íslands um 500 punkta og er enn að hækka. Endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er komin í enn eina biðstöðuna, þar sem fjármögnun áætlunarinnar er í uppnámi. Löndin sem höfðu lofað okkur lánum ætla ekki að lána þessari þjóð krónu fyrr en það liggur fyrir að hún standi við skuldbindingar sínar. Við getum eytt restinni af æfinni í að rífast um það hvort þessar byrðar séu sanngjarnar eða ekki. Ekki stofnaði ég til þessara skulda né almenningur í Kópavogi eða annars staðar á landinu. En á meðan við bendum og potum út í loftið og einstaka liðsmenn stjórnarandstöðunnar haga sér eins og landráðamenn eru það fyrirtæki og sveitarfélög þessa lands sem gjalda fyrir það. Þegar lánstraust ríkissjóðs minnkar hefur það mikil áhrif á fyrirtækin í landinu bæði opinber og þau sem eru í einkarekstri. Það hefur einnig gífurleg áhrif á rekstur sveitarfélaganna. Kópavogsbær skuldar um 38 milljarða og vaxtagjöldin ein á þessu ári nema um 1,8 milljörðum. Það er ætlun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja sitt af mörkum til að draga úr atvinnuleysi í landinu með því að framkvæma fyrir 1,2 milljarða á þessu ári. Þar er bæði um að ræða nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni. Allt mun það skapa störf í bænum og forða hundruðum vinnufúsra handa frá atvinnuleysi. Möguleiki bæjarins til endurfjármögnunar og lána vegna framkvæmda fara versnandi með degi hverjum. Dragist þessi ömurlega deila mikið lengur mun það kosta bæjarfélagið hundruð milljóna í auknum vaxtakostnaði og gera okkur erfitt um vik að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Ég krefst þess að stjórnarandstaðan sýni þá ábyrgð sem stjórnmálamönnum ber þegar þjóðin gengur í gegnum svo alvarlegar þrengingar sem raun ber vitni. Ég krefst þess að hún slíðri sverðin og láti af pólitískum skylmingum og vinni með ríkisstjórn Íslands að lausn Icesave-deilunnar. Dráttur á afgreiðslu málsins veldur sífellt meiri skaða. Meðan enga fyrirgreiðslu er að fá þurfa fyrirtæki að loka, atvinnuleysi eykst og kreppan dýpkar. Þennan reikning þurfum við að borga hvort sem okkur líkar betur eða ver og dráttarvextirnir eru háir! Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun