Joe Johnson náði að stilla miðið á lokasekúndum framlengingar þegar Atlanta Hawks vann sigur á Charlotte Bobcats 93-92. Hann átti ekki góðan leik en setti niður gríðarlega mikilvæga flautukörfu sem tryggði Atlanta sigurinn.
Michael Jordan gat ekki brosað en hann varð á dögunum aðaleigandi Charlotte liðsins.
Alls voru ellefu leikir í NBA-deildinni í nótt. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston Celtics sem vann Houston Rockets á útivelli 94-87 en leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Los Angeles Lakers lagði Minnesota á heimavelli 104-96. Kobe Bryant skoraði 22 stig fyrir Lakers. Cleveland lagði Chicago þar sem LeBron James skoraði 29 stig og tók 11 fráköst.
Atlanta - Charlotte 93-92
Chicago - Cleveland 85-92
Houston - Boston 87-94
Indiana - Detroit 106-102
LA Lakers - Minnesota 104-96
New York - Philadelphia 92-88
Phoenix - Utah 110-100
Portland - Washington 76-74
Sacramento - Milwaukee 108-114
San Antonio - Golden State 147-116
Toronto - Oklahoma 89-115