Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna 13. apríl 2010 10:30 MYND/365 Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira