Walter Zenga, fyrrum markvörður Inter og ítalska landsliðsins, er ekkert sérstaklega bjartsýnn á að Rafa Benitez geti fylgt eftir árangri José Mourinho með Inter.
Benitez á gríðarlega erfitt verkefni fyrir höndum að fylgja í fótspor Mourinho og Zenga hefur enga trú á því að hann sé rétti maðurinn í starfið.
"Vandamál Inter var ekki hversu illa gekk á leikmannamarkaðnum heldur hvernig þeir skiptu út á bekknum sínum," sagði Zenga.
"Inter missti besta þjálfara heims. Það getur enginn komið í staðinn fyrir Mourinho."