Ljósmyndabókin Eldur uppi kemur út í kilju á næstunni. Salka gefur út bókina sem fjallar í myndum um eldgosið í Eyjafjallajökli í gegnum linsu ljósmyndarans Vilhelms Gunnarssonar.
Sjónarspilið var stórkostlegt eins og íbúar heims fengu að kynnast og kenna á.
Bókin er 112 blaðsíður og sýnir vel hvað gekk á í nágrenni eldgossins, en sveitirnar í kring fengu heldur betur að kenna á náttúruöflunum.