Ungu strákarnir gefa Íslandi von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eitt og átti ríkan þátt í hinu marki Íslands í gær. Nordic Photos / AFP Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð." Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð."
Íslenski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Titilvörn Börsunga hefst Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn