Það var gert, Bergsteinn 27. júlí 2010 06:00 Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Bergsteinn sendir okkur sem viljum stöðva Magma-innrásina tóninn í Fréttablaðinu og segir það góðra gjalda vert að standa á sínu „en hefði ekki verið ábyrgara af þessum þingmönnum að berja í borðið áður en samningurinn var gerður…“ En það var gert, Bergsteinn. Auðvitað hefur hnefinn margoft verið settur í borðið þótt menn virðist fyrst skilja alvöruna þegar þingflokksformaður VG segir að líf ríkisstjórnarinnar kunni að vera í húfi. Hvað sjálfan mig varðar vil ég segja þetta: Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ákvað að selja hlut ríkisins í HS orku í mars 2007 lagðist ég mjög eindregið gegn því opinberlega. Benti ég á hve illa það hefði „reynst skattborgurum og neytendum að einkavæða grunnþjónustu“. Þessa afstöðu ítrekaði ég þegar gengið var frá sölunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók við síðar um vorið. Fyrr og síðar andmælti ég þessari einkavæðingu og annarri á grunnþjónustunni. Það hafa Vinstri græn líka gert. Afdráttarlaus krafa var sett fram á flokksráðsfundi í ágúst í fyrra um að stöðva einkavæðingu HS orku og aftur var þessi krafa ítrekuð nú í júní. Þessar ályktanir eru mjög afdráttarlausar. En ekkert hreyfðist. Þess vegna skrifaði ég eftirfarandi 16. maí í vor, þegar samningurinn við Magma Sweden var í burðarliðnum: „Samfélagið er að bregðast sjálfu sér; ríkisstjórnin er að bregðast komandi kynslóðum í þessu máli. Við sem sitjum á Alþingi erum að bregðast sem löggjafi því við verjum ekki auðlindir þjóðarinnar gegn braski… Andvaraleysi í þessu máli er ekki valkostur.“ Nokkur umræða spannst þessa daga opinberlega og sat ég meðal annars fyrir svörum ásamt Ross Beaty í Kastljósi þar sem ég ræddi um skúffufyrirtæki hans. Fyrir dyrum voru sveitarstjórnarkosningar. Ýmsum þótti slæmt að ræða pólitísk hitamál landsmálanna opinberlega og forsætisráðherra kvað upp úr um að ágreiningsefni ætti ekki að bera á torg. Þingmaður VG var sakaður um lítilmótlegt framferði. Bergsteinn er ekki einn um að saka okkur, sem höfum beitt okkur í þessum málum, fyrir að sofa á verðinum og stundum er spurt hvers vegna menn hafi ekki sett fram lagafrumvörp og stöðvað þessi mál. Í fyrsta lagi þá hefur það verið reynt. Í öðru lagi snýst þetta um meirihlutavilja í ríkisstjórn og á Alþingi. Ef hann er ekki fyrir hendi þá hreyfist ekkert. En þjóðfélagið getur hreyft þann vilja. Og þjóðfélagið er að vakna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar