Óstarfhæf ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Skroll-Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skroll-Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira