U-21 landslið Íslands í handbolta vann í kvöld sigur á Noregi, 29-27, í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði.
Norðmenn höfðu yfir í hálfleik, 12-11, en leikurinn var spennandi lengi vel. Íslendingar komust ekki yfir fyrr en í stöðunni 21-20 um miðjan síðari hálfleik og reyndust sterkari á lokasprettinum.
Heimir Óli Heimisson, Guðmundur Árni Ólafsson og Ragnar Jóhannsson skoruðu sex mörk hver fyrir Ísland og Ólafur Guðmundsson fjögur.
Liðin mætast næst á morgun á sama stað klukkan 17.00 og svo á Selfossi á mánudagskvöldið.
Ísland hafði betur gegn Noregi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn



Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum
Íslenski boltinn
