Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt hvaða 20 leikmenn verði í íslenska hópnum í Algarve-bikarnum sem hefst með leik við bandaríska landsliðið 24. febrúar næstkomandi.
Sigurður Ragnar valdi fimm nýliða í hópinn; Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur úr Breiðablik, Dagnýju Brynjarsdóttur og Thelmu Björk Einarsdóttur úr Val, Elínborgu Ingvarsdóttur og Mist Edvarsdóttir úr KR.
Íslenska landsliðið verður án reynslubolta eins og Guðrúnar Sóleyju Gunnarsdóttur og Eddu Garðarsdóttur og Dóru Stefánsdóttur að þessu sinni en einnig eru Ásta Árnadóttir og Erla Steina Arnardóttir ekki í liðinu að þessu sinni.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Markmenn
Þóra Björg Helgadóttir Ldb Malmö
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården
Varnarmenn
Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) Valur
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir KIF Örebro DFF
Erna Björk Sigurðardóttir Breiðablik
Sif Atladóttir 1. FC Saarbrücken
Mist Edvarsdóttir KR
Thelma Björk Einarsdóttir Valur
Miðjumenn
Dóra María Lárusdóttir Valur
Hólmfríður Magnúsdóttir Philadelphia Ind.
Katrín Ómarsdóttir KR
Sara Björk Gunnarsdóttir Breiðablik
Guðný Björk Óðinsdóttir Kristianstads
Rakel Logadóttir Valur
Dagný Brynjarsdóttir Valur
Elínborg Ingvarsdóttir Grindavík
Framherjar
Margrét Lára Viðarsdóttir Kristianstads DFF
Rakel Hönnudóttir Þór
Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik
Berglind Björg Þorvaldsdóttir Breiðablik