Níu árum eftir að Michael Jordan tók þá slæmu ákvörðun að velja Kwame Brown fyrstan í nýliðavalinu hefur hann ákveðið að veðja aftur á leikmanninn.
Jordan stýrði liði Washington Wizards er hann valdi Brown fyrstan í nýliðavalinu og tók hann beint úr framhaldsskóla. Jordan var eftir það dæmdur lélegur framkvæmdastjóri og Brown ofmetinn leikmaður.
Nú ætlar Jordan að reyna að blása lífi í Brown hjá Charlotte Bobcats en Jordan ræður þar ríkjum í dag.
Brown er orðinn 28 ára gamall og hefur flakkað á milli félaga með litlum árangri. Hann var með 3.3 stig og 3.7 fráköst að meðaltali í leik með Detroit Pistons í fyrra.
Á ferlinum er hann með 6.7 stig og 5.4 fráköst að meðaltali. Hann hefur tvisvar leikið með LA Lakers.