Giorgio Chiellini, miðvörður Juventus, er á óskalista beggja liðanna í Manchester samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu.
City hefur lengi sýnt áhuga á þessum 25 ára leikmanni en nú er United víst tilbúið að slást um hann.
Juventus vill fá Chiellini til að skrifa undir nýjan samning en hann er í sama flokki og Gianluigi Buffon og Alessandro Del Piero hjá félaginu.