Hamilton enn með titilvon í brjósti 29. september 2010 15:34 Lewis Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu, en var efstur um tíma. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr. Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren er ekki búinn að gefa upp vonina um Formúlu 1 meistaratitil á þessu ári, þó hann hafi verið svekktur að falla úr leik í öðru mótinu í röð á sunnudaginn í Singapúr. "Ég var vissulega svekktur á sunnudagskvöld. Það er alltaf erfitt að sætta sig við svona upplifun. Það tekur tíma", sagði Hamilton í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í heimasíðu kappans. Hamilton lenti í samstuði við Mark Webber og féll úr leik og tapaði dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna, þar sem fimm kappar berjast um titilinn. "Ég hugsa ekki um orðinn hlut, eða skoða það að ég féll úr leik á Spáni og Ungverjalandi og svo í síðustu tveimur mótum. Ég horfi til næstu fjögurra móta, en ég hef ekki unnið sigur á þessum brautum. Ég verð því enn einbeittari en ella." Hamilton er í þriðja sæti í stigamótinu og 20 stigum á eftir Webber sem er í forystu. "Ég er einum sigri frá toppnum, en stigamunurinn virðist meiri en hann er á blaði. Miðað við gamla stigakerfið eru þetta 8 stig og það er ekkert miðað við að fjórum mótum er ólokið", sagði Hamilton. Hamilton sagðist hafa verið óheppinn í tveimur síðustu mótum og ekki síst í Singapúr þar sem Webber ók á hann að hans sögn og sprengdi dekk. Hamilton taldi sig hafa verið í aksturslínunni og hafa verið kominn hálfa bíllengd framúr.
Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira