Það hefur nákvæmlega ekkert gengið upp hjá Juventus síðustu vikur en stuðningsmenn félagsins gátu leyft sér að brosa í kvöld þegar liðið vann góðan útisigur á Fiorentina, 1-2.
Diego kom Juve yfir strax á 2. mínútu en Marco Marchionni jafnaði metin á 32. mínútu. Það var síðan bakvörðurinn Fabio Grosso sem skoraði sigurmark Juve rúmum 20. mínútum fyrir leikslok.
Juve komst upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Fiorentina er í tíunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.