NBA í nótt: Pierce fór á kostum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2010 09:15 Paul Pierce fagnar eftir að hafa sett niður 20.000 stigið á ferlinum. Mynd/AP Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira