Enski boltinn

Lippi vill mæta Capello í úrslitum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Marcello Lippi.
Marcello Lippi.

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, vill mæta Englandi í úrslitum heimsmeistaramótsins. Lippi stýrði Ítölum til titilsins 2006 áður en hann vék til hliðar fyrir Roberto Donadoni.

Léleg frammistaða á EM 2008 gerði það að verkum að Lippi tók aftur við stjórnartaumunum.

„Það er möguleiki á að mæta Englandi í úrslitaleiknum vegna þess hvernig mótinu hefur verið raða upp. Það yrði magnað. Ég væri alveg til í að sjá viðbrögð Fabio Capello þegar ítalski þjóðsöngurinn er spilaður," sagði Lippi.

Lippi segir að Capello hafi gert frábæra hluti með enska landsliðið og það eigi möguleika á að fara alla leið í Suður-Afríku í sumar. Capello yrði þá fyrsti þjálfarinn sem stýrir liði utan heimalandsins til sigurs.

„Enska landsliðið hefur öðlast ýmislegt sem því skorti í fortíðinni. Liðið er orðið þéttara og hefur góðan þjálfara við stjórnvölinn," sagði Lippi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×