Bayern Munchen hefur sjaldan byrjað jafnilla í þýsku deildinni og á þessu tímabili og gengið er byrjað að hafa áhrif á félagslið leikmanna liðsins. Louis van Gaal, þjálfari liðsins, tilkynnti nefnilega leikmönnum í dag að í staðinn fyrir að fara í árlega heimsókn liðsins á október-bjórhátíðina þá þurfa menn að mæta á aukaæfingu í staðinn.
„Það væri ekkert vit í því að mæta á bjórhátíðina undir þessum kringumstæðum," sagði Christian Nerlinger, íþróttastjóri Bayern en Bayern-liðið tapaði öðrum deildarleiknum í röð um nýliðna helgi.
Bayern vann tvöfalt á síðasta tímabili og komst að auki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Núna er liðið í tólfta sætinu heilum þrettán stigum á eftir toppliði Mainz.
Þetta er söguleg október-bjórhátíð í Bæjaralandi því hátíðin heldur nú upp á 200 ára afmæli sitt.
Engin október-bjórhátíð fyrir liðsmenn Bayern
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



