Inception er mynd ársins 29. desember 2010 13:00 Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson. Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næstaðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmyndaferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifalaust í gegn. Tæplega sextíu þúsund manns streymdu á myndina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagnrýnendur tóku Inception einnig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Fréttablaðinu, eða fimm stjörnur. Mörgum þótti þetta besta mynd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman-mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrifaði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlutverkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotillard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðsins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verður ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Facebook-myndin" The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverðlaunin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðsson, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórsson, Ragnhildur Magnúsdóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson.
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira