Golf

Tiger missir toppsætið um mánaðarmótin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger hlær ekki mikið er Westwood mokar honum úr efsta sætinu.
Tiger hlær ekki mikið er Westwood mokar honum úr efsta sætinu.

Langri veru Tiger Woods á toppi heimslistans í golfi lýkur að öllu óbreyttu þann 31. október næstkomandi.

Þá mun Englendingurinn Lee Westwood komast upp fyrir Tiger sem hefur setið í toppsætinu í rúmlega fimm ár. Tiger mun því ná 279 vikum á toppnum sem er magnað afrek.

Ef hvorugur þeirra spilar aftur fyrr en í nóvember mun Westwood komast upp fyrir Tiger.

Hann mun ekki spila á næstunni vegna ökklameiðsla og Tiger hefur ekki boðað komu sína á mót fyrr en í byrjun nóvember.

Þjóðverjinn Martin Kaymer gæti reyndar skotist upp fyrir þá báða því hann tekur þátt í móti í þessum mánuði. Hann er í fantaformi og hefur unnið síðustu þrjú mót sem hann hefur tekið þátt í.

Góður árangur í næsta móti gæti því dugað honum til að taka toppsætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×