Umfjöllun: Frábær endurkoma hjá strákunum okkar Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 16. apríl 2010 21:22 Ólafur Stefánsson var frábær með 10 mörk og 5 stoðsendingar í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira