Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar þá verður Don Nelson rekinn sem þjálfari Golden state Warriors eftir helgina.
Hinn nýi eigandi félagsins, Joe Jacob, telur félagið þurfa á nýjum þjálfara að halda.
Hinn sjötugi Nelson hefur unnið fleiri leiki en nokkur annar þjálfari í sögu NBA. Hann hefur alls stýrt liðum til sigurs í 1.335 leikjum á 31 tímabili.
Á þessum árum styrði hann Milwaukee, Golden stat, New York og Dallas. Hann hefur samt aldrei stýrt liði til sigurs í NBA-deildinni en vann fimm titla sem leikmaður hjá Boston.
Fastlega er búist við því að aðstoðarmaður Nelson, Keith smart, taki við liðinu af honum.