AC Milan komst í kvöld á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið lagði nágranna sína í Inter, 1-0, í risaslag helgarinnar.
Það var Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Inter, sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 5. mínútu.
AC Milan spilaði síðasta hálftímann manni færri þar sem Ignazio Abate var vikið af velli.
Inter náði þrátt fyrir það ekki að skora.