Favre var grátlega nálægt því að komast í Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2010 09:30 Favre sýndi hetjulega frammistöðu í nótt en það dugði ekki til. Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0. Erlendar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0.
Erlendar Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn