Favre var grátlega nálægt því að komast í Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. janúar 2010 09:30 Favre sýndi hetjulega frammistöðu í nótt en það dugði ekki til. Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0. Erlendar Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Það verða Indianapolis Colts og New Orleans Saints sem mætast í Super Bowl í ár en undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar fóru fram í gær. Colts lagði NY Jets, 30-17, en Saints lagði Minnesota Vikings, 31-28, í ævintýralegum leik sem þurfti að framlengja. Hinn fertugi Brett Favre var ótrúlega nálægt því að komast í Super Bowl með Minnesota Vikings. Lið hans var að spila talsvert betur en New Orleans Saints en gerði sig ítrekað seka um skelfileg mistök er færðu Saints boltann á silfurfati. Þau mistök nýtti Saints sér til þess að klára leikinn. Þurfti þó framlengingu til en Favre og félagar fóru afar illa að ráði sínu í lokasókn venjulegs leiktíma. Er liðið var að komast í ákjósanlega vallarmarksstöðu kastaði Favre boltanum í hendur andstæðinganna sem tryggði sér þar með framlengingu. Má segja að Vikings hafi nánast gert allt sem liðið gat til þess að tapa leiknum. Liðið var sjálfu sér verst þó svo það hafi lengstum spilað vel. Frammistaða Favre í nótt var hetjuleg svo ekki sé meira sagt. Þessi fertugi leikmaður sýndi af sér ótrúlega hörku er hann hristi af sér barsmíðar varnarmanna Saints sem gerðu sig seka um ljótan leik hvað eftir annað. Lömdu Favre harkalega og ólöglega er hann var búinn að sleppa boltanum. Ástandið var orðið svo slæmt að það þurfti að hjálpa honum af velli um tíma og hann haltraði sig í gegnum allan síðari hálfleikinn. Augljóslega sárþjáður og konan hans var nánast með tárin í augunum í stúkunni á meðan. Átti afar erfitt með að horfa upp á misþyrminguna. Barsmíðarnar héldu áfram í síðari hálfleik en Favre einfaldlega neitaði að gefast upp. Því miður fyrir hann þá dugði það ekki til og Öskubuskusagan fékk því ekki viðeigandi endi. Hefði Favre farið með liðið alla leið hefði það verið ein stærsta saga bandarískrar íþróttasögu. Árangurinn engu að síður stórkostlegur. Peyton Manning og félagar í Colts lentu í talsverðum vandræðum með spútniklið Jets. New York-liðið leiddi í leikhléi, 17-13, en Colts tók völdin í síðari hálfleik sem það vann 17-0.
Erlendar Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira