Jarðvarmaklasi í fjötrum fortíðar? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Fyrirlestur Michaels Porter, prófessors við Harvard-háskóla, í Háskólabíói í fyrradag blés viðstöddum bjartsýni í brjóst. Porter, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, telur að jarðvarmageirinn hér á landi geti orðið drifkrafturinn í endurreisn efnahagslífsins. Virkjun jarðvarma í þágu orkufreks iðnaðar - ekki þó endilega bara álvera - sé sá kostur sem geti skilað Íslandi skjótustum ávinningi og jafnframt liggi gríðarleg tækifæri í útflutningi tækni og þekkingar á sviði jarðvarma. Michael Porter hvatti Íslendinga til að láta af sjálfsvorkunninni, hætta að velta sér upp úr kreppunni og hverjum hún væri að kenna og horfa þess í stað fram á veginn. Rannsóknir hans og samstarfsmanna hans, í félagi við fjölda íslenzkra fyrirtækja, stofnana og háskóla, hafa sýnt fram á að á sviði jarðvarmans, ekki sízt virkjunar háhitasvæða, nýtur Ísland ákveðins samkeppnisforskots og orðstírs sem farið hefur víða. Porter hvatti stjórnvöld til að taka höndum saman við atvinnulífið og marka stefnu, sem styddi við svokallaðan jarðvarmaklasa á Íslandi sem samanstendur af orkufyrirtækjunum, fyrirtækjum sem selja þeim þekkingu, tækni og ráðgjöf og menntastofnunum sem sjá geiranum fyrir hæfu vinnuafli. Porter og samstarfsmaður hans, Christian Ketels, bentu á hættuna sem það fæli í sér ef Íslendingar sætu eftir í þróun jarðvarmaorku. Íslenzkir sérfræðingar í nýtingu jarðvarma væru eftirsóttir og færu þá til erlendra fyrirtækja, sem nýttu þekkingu þeirra. Prófessorinn hvatti meðal annars til þess að haldið yrði áfram að efla samkeppni í orkuvinnslu innanlands, greitt yrði fyrir erlendum fjárfestingum í orkugeiranum og regluverkið einfaldað. Framtíðarsýn Porters er studd bæði rannsóknum og reynslu. Hann segir réttilega að Íslendingar eigi að skammast sín, nýti þeir ekki þau gífurlegu tækifæri sem liggi í jarðvarmageiranum. Sú spurning vaknaði þó óhjákvæmilega í huga margra, sem hlustuðu á Michael Porter, hvort rödd hans næði eyrum núverandi ríkisstjórnar. Margt af því sem stjórnin aðhefst nú er þvert á þessa framtíðarsýn. Síðast í Fréttablaðinu í dag lýsir Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, því yfir að flokkurinn vilji að ríkið eignist HS orku og beiti jafnvel eignarnámi til að útiloka erlent eignarhald á fyrirtækinu, þótt nefnd á nefnd ofan hafi komizt að þeirri niðurstöðu að slíkt stangist á við lög. Ekki verður séð að það samrýmist áherzlu Porters á að efla nýsköpun með vaxandi samkeppni í orkuvinnslu innanlands, þegar stefnt er að því að koma henni allri í hendur hins opinbera á ný. Af sama toga er það þegar VG reynir að leggja stein í götu fjárfestinga erlendra iðnfyrirtækja og nánast allrar orkuvinnslu, hvaða nafni sem hún nefnist. Að minnsta kosti annar stjórnarflokkurinn hefur engan áhuga á framtíðarsýn í orkumálum, heldur vill halda jarðvarmageiranum í fjötrum fortíðar - og skammast sín ekki einu sinni fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fyrirlestur Michaels Porter, prófessors við Harvard-háskóla, í Háskólabíói í fyrradag blés viðstöddum bjartsýni í brjóst. Porter, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni þjóða, telur að jarðvarmageirinn hér á landi geti orðið drifkrafturinn í endurreisn efnahagslífsins. Virkjun jarðvarma í þágu orkufreks iðnaðar - ekki þó endilega bara álvera - sé sá kostur sem geti skilað Íslandi skjótustum ávinningi og jafnframt liggi gríðarleg tækifæri í útflutningi tækni og þekkingar á sviði jarðvarma. Michael Porter hvatti Íslendinga til að láta af sjálfsvorkunninni, hætta að velta sér upp úr kreppunni og hverjum hún væri að kenna og horfa þess í stað fram á veginn. Rannsóknir hans og samstarfsmanna hans, í félagi við fjölda íslenzkra fyrirtækja, stofnana og háskóla, hafa sýnt fram á að á sviði jarðvarmans, ekki sízt virkjunar háhitasvæða, nýtur Ísland ákveðins samkeppnisforskots og orðstírs sem farið hefur víða. Porter hvatti stjórnvöld til að taka höndum saman við atvinnulífið og marka stefnu, sem styddi við svokallaðan jarðvarmaklasa á Íslandi sem samanstendur af orkufyrirtækjunum, fyrirtækjum sem selja þeim þekkingu, tækni og ráðgjöf og menntastofnunum sem sjá geiranum fyrir hæfu vinnuafli. Porter og samstarfsmaður hans, Christian Ketels, bentu á hættuna sem það fæli í sér ef Íslendingar sætu eftir í þróun jarðvarmaorku. Íslenzkir sérfræðingar í nýtingu jarðvarma væru eftirsóttir og færu þá til erlendra fyrirtækja, sem nýttu þekkingu þeirra. Prófessorinn hvatti meðal annars til þess að haldið yrði áfram að efla samkeppni í orkuvinnslu innanlands, greitt yrði fyrir erlendum fjárfestingum í orkugeiranum og regluverkið einfaldað. Framtíðarsýn Porters er studd bæði rannsóknum og reynslu. Hann segir réttilega að Íslendingar eigi að skammast sín, nýti þeir ekki þau gífurlegu tækifæri sem liggi í jarðvarmageiranum. Sú spurning vaknaði þó óhjákvæmilega í huga margra, sem hlustuðu á Michael Porter, hvort rödd hans næði eyrum núverandi ríkisstjórnar. Margt af því sem stjórnin aðhefst nú er þvert á þessa framtíðarsýn. Síðast í Fréttablaðinu í dag lýsir Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, því yfir að flokkurinn vilji að ríkið eignist HS orku og beiti jafnvel eignarnámi til að útiloka erlent eignarhald á fyrirtækinu, þótt nefnd á nefnd ofan hafi komizt að þeirri niðurstöðu að slíkt stangist á við lög. Ekki verður séð að það samrýmist áherzlu Porters á að efla nýsköpun með vaxandi samkeppni í orkuvinnslu innanlands, þegar stefnt er að því að koma henni allri í hendur hins opinbera á ný. Af sama toga er það þegar VG reynir að leggja stein í götu fjárfestinga erlendra iðnfyrirtækja og nánast allrar orkuvinnslu, hvaða nafni sem hún nefnist. Að minnsta kosti annar stjórnarflokkurinn hefur engan áhuga á framtíðarsýn í orkumálum, heldur vill halda jarðvarmageiranum í fjötrum fortíðar - og skammast sín ekki einu sinni fyrir það.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun