Vinna Íslendingar of mikið? Smári McCarthy og Guðmundur D. Haraldsson skrifar 4. desember 2010 05:45 Árið 1980 vann hver vinnandi maður á íslandi að meðaltali um 1.800 stundir á ári. Árið 2009 var þessi tala óbreytt og hafði haldist óbreytt allan þann tíma; óbreytt í tæp 30 ár. Áratugina frá 1950 hafði vinnan minnkað allnokkuð, en hætti að minnka árið 1980. Ísland er nú í þeirri stöðu að hér vinnur fólk mest af öllum norðurlöndunum og meira en íbúar flestra evrópuríkja. Ísland er líka í þeirri vafasömu stöðu meðal OECD-landanna að landsframleiðsla er hér mikil á hvern íbúa - en fyrir hverja unna vinnustund er hún í lægri kantinum. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar. Ein af þeim gæti hreinlega legið í því að vinnudagurinn sé of langur, fólk nái ekki að hvílast nóg vegna mikillar vinnu. Þorvaldur Gylfason sýndi í Skírnisgrein frá 2007 fram á línulegt samband milli framleiðslu á klukkutíma og vinnustunda íbúa landsins á ári - því fleiri vinnustundir á ári, því minni framleiðsla á klukkustund. Getur hreinlega verið að íslendingar vinni of mikið? Svo teljum við vera. Fleira en léleg framleiðni á klukkustund og fjöldi vinnustunda styður það. Íbúar margra landa kvarta undan því að þeir séu oft of þreyttir til að sinna heimilisstörfunum, þegar þeir koma heim úr vinnu. Ísland trónir að þessu leyti á toppnum miðað við norðurlöndin og hér kvarta hlutfallslega fleiri en íbúar margra evrópulanda undan þessu. Samkvæmt rannsókn Kolbeins H. Stefánssonar segjast um 40% íslendinga jafnframt vilja vinna minna og vilja margir (um 40-50%) eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Einhverjir gætu talið að þetta hafi breyst í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu. Það má vera, en breytingarnar eru trúlega litlar. Ástæðan er sú að vinnudagur þeirra sem héldu vinnunni hefur lítið breyst - þeir sem hafa vinnu vinna álíka lengi og áður samkvæmt tölum Hagtofu Íslands. Höfum líka í huga að langir vinnudagar hafa tíðkast hér lengi, samanber að fólk vinnur í dag álíka margar stundir árið 1980. Langur vinnudagur hefur lifað af margar hagsveiflur. Framangreint teljum við góð rök fyrir því að geri eigi það sem vélvæðingin átti upprunalega að gera: Stytta vinnudaginn. Já, það er hægt, þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífinu. Verði vinnudagurinn styttur, er einsýnt að fleiri muni fá vinnu; sú vinna sem þarf að vinna minnkar ekki, og þarf því að ráða fleiri til að vinna hana. Framleiðni mun líklegast ekki minnka, jafnvel mun hún aukast. Ýmsar rannsóknir erlendis frá, til dæmis bók Juliet B. Schor, The Overworked American, sýna að langir vinnudagar (eins og tíðkast á íslandi) stuðla að minnkaðri framleiðni. Með því að stytta vinnutímann, eykst framleiðnin. Stytting vinnudagins í sex stundir er raunhæft markmið. Með því móti myndi atvinnuleysi minnka, álag og ofþreyta myndi minnka, en framleiðnin myndi haldast svipuð. Stéttarfélögin, sem hafa lítt látið í sér heyra undanfarin ár, þurfa að berjast öll sem eitt fyrir styttingu vinnudagsins. Ástandið í samfélaginu er kjörið tækifæri til einmitt breyta fyrirkomulagi vinnunnar. En í kjarasamningum þarf að semja um styttri vinnudag og búa svo um að vinnudagurinn styttist hjá þeim sem svo vilja. Viljinn er klárlega fyrir hendi. Er þetta hægt strax? Já, en full áhrif munu koma í ljós eftir nokkurn tíma. Hafa aðrar þjóðir gert þetta? Já - t.d. er ekki langt síðan almennur vinnudagur í þýskalandi var styttur. Almennur vinnudagur í Bandaríkjunum hefur einnig nokkrum sinnum verið styttur. Stytting vinnudagsins er ekkert nýtt, slíkt hefur margoft verið gert. Slíkar ráðstafanir eru mögulegar og virka; sagan sýnir það. Höldum áfram þar sem frá var horfið árið 1980 og minnkum vinnuna. Lífið er til að lifa, ekki bara vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Smári McCarthy Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1980 vann hver vinnandi maður á íslandi að meðaltali um 1.800 stundir á ári. Árið 2009 var þessi tala óbreytt og hafði haldist óbreytt allan þann tíma; óbreytt í tæp 30 ár. Áratugina frá 1950 hafði vinnan minnkað allnokkuð, en hætti að minnka árið 1980. Ísland er nú í þeirri stöðu að hér vinnur fólk mest af öllum norðurlöndunum og meira en íbúar flestra evrópuríkja. Ísland er líka í þeirri vafasömu stöðu meðal OECD-landanna að landsframleiðsla er hér mikil á hvern íbúa - en fyrir hverja unna vinnustund er hún í lægri kantinum. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar. Ein af þeim gæti hreinlega legið í því að vinnudagurinn sé of langur, fólk nái ekki að hvílast nóg vegna mikillar vinnu. Þorvaldur Gylfason sýndi í Skírnisgrein frá 2007 fram á línulegt samband milli framleiðslu á klukkutíma og vinnustunda íbúa landsins á ári - því fleiri vinnustundir á ári, því minni framleiðsla á klukkustund. Getur hreinlega verið að íslendingar vinni of mikið? Svo teljum við vera. Fleira en léleg framleiðni á klukkustund og fjöldi vinnustunda styður það. Íbúar margra landa kvarta undan því að þeir séu oft of þreyttir til að sinna heimilisstörfunum, þegar þeir koma heim úr vinnu. Ísland trónir að þessu leyti á toppnum miðað við norðurlöndin og hér kvarta hlutfallslega fleiri en íbúar margra evrópulanda undan þessu. Samkvæmt rannsókn Kolbeins H. Stefánssonar segjast um 40% íslendinga jafnframt vilja vinna minna og vilja margir (um 40-50%) eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Einhverjir gætu talið að þetta hafi breyst í kjölfar samdráttar í efnahagslífinu. Það má vera, en breytingarnar eru trúlega litlar. Ástæðan er sú að vinnudagur þeirra sem héldu vinnunni hefur lítið breyst - þeir sem hafa vinnu vinna álíka lengi og áður samkvæmt tölum Hagtofu Íslands. Höfum líka í huga að langir vinnudagar hafa tíðkast hér lengi, samanber að fólk vinnur í dag álíka margar stundir árið 1980. Langur vinnudagur hefur lifað af margar hagsveiflur. Framangreint teljum við góð rök fyrir því að geri eigi það sem vélvæðingin átti upprunalega að gera: Stytta vinnudaginn. Já, það er hægt, þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífinu. Verði vinnudagurinn styttur, er einsýnt að fleiri muni fá vinnu; sú vinna sem þarf að vinna minnkar ekki, og þarf því að ráða fleiri til að vinna hana. Framleiðni mun líklegast ekki minnka, jafnvel mun hún aukast. Ýmsar rannsóknir erlendis frá, til dæmis bók Juliet B. Schor, The Overworked American, sýna að langir vinnudagar (eins og tíðkast á íslandi) stuðla að minnkaðri framleiðni. Með því að stytta vinnutímann, eykst framleiðnin. Stytting vinnudagins í sex stundir er raunhæft markmið. Með því móti myndi atvinnuleysi minnka, álag og ofþreyta myndi minnka, en framleiðnin myndi haldast svipuð. Stéttarfélögin, sem hafa lítt látið í sér heyra undanfarin ár, þurfa að berjast öll sem eitt fyrir styttingu vinnudagsins. Ástandið í samfélaginu er kjörið tækifæri til einmitt breyta fyrirkomulagi vinnunnar. En í kjarasamningum þarf að semja um styttri vinnudag og búa svo um að vinnudagurinn styttist hjá þeim sem svo vilja. Viljinn er klárlega fyrir hendi. Er þetta hægt strax? Já, en full áhrif munu koma í ljós eftir nokkurn tíma. Hafa aðrar þjóðir gert þetta? Já - t.d. er ekki langt síðan almennur vinnudagur í þýskalandi var styttur. Almennur vinnudagur í Bandaríkjunum hefur einnig nokkrum sinnum verið styttur. Stytting vinnudagsins er ekkert nýtt, slíkt hefur margoft verið gert. Slíkar ráðstafanir eru mögulegar og virka; sagan sýnir það. Höldum áfram þar sem frá var horfið árið 1980 og minnkum vinnuna. Lífið er til að lifa, ekki bara vinna.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun