Joachim Löw, landliðsþjálfari Þýskalands, á von á því að Michael Ballack muni aftur spila með þýska landsliðinu og ná 100 landsleikjum.
Ballack hefur verið frá vegna meiðsla eftir að hann meiddist í leik með Leverkusen í upphafi tímabilsins í Þýskalandi. Hann meiddist einnig síðasta vor og missti þá af HM í Suður-Afríku með þýska landsliðinu.
Ballack á að baki 98 landsleiki og Löw hefur trú á því að hann komist í 100 landsleiki á næsta ári.
„Ég vona að nái þessum áfanga því Michael hefur verið fulltrúi landsins í langan tíma," sagði Löw í samtali við þýska fjölmiðla.
„Hann á það ekki skilið að landsliðferli hans ljúki á þennan máta. Michael mun berjast fyrir sínu tækifæri enda ekki einhver sem gefst auðveldlega upp."
Löw á von á því að Ballack nái 100 landsleikjum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn





Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
