GR vann tvöfalt í Sveitakeppninni í golfi sem lauk í dag. Það var slæmt veður á lokadeginum í 1. deildinni sem fram fór á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.
Kylfingarnir þurftu að berjast við bæði rok og rigningu auk þess að glíma við andstæðinga sína í Sveitakeppninni.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Hvalyerarvelli í Hafnarfirði í gær og myndaði baráttuna við veðrið.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Brjáluð rigning í Hvaleyrinni í Sveitakeppninni í golfi
