Thomas Müller segir að hann vilji glaður vera hjá Bayern Munchen út ferilinn. Eftir magnað HM hefur hann verið orðaður við bæði Chelsea og Real Madrid.
Müller er aðeins tvítugur og var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM.
"Fyrir mér er mikilvægast að halda áfram að bæta mig. Ég hef frábæra möguleika á því hjá Bayern og ef ég held áfram að bæta mig þýðir það að Bayern er að gera rétt," sagði Müller við Bild.
"Þessvegna er ég ekkert að hugsa um að fara. Það er ekki hægt að bóka það að ég geti verið hér næstu tíu ár en ef mér yrði boðið það myndi ég skrifa umsvifalaust undir," sagði Müller sem verður einmitt boðinn nýr samningur í sumar.
Müller vill vera næstu 10 ár hjá Bayern Munchen
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
