Umboðsmaður William Gallas hefur staðfest að franski varnarmaðurinn sé mjög spenntur fyrir því að ganga í raðir Juventus.
Samningur þessa 32 ára varnarmanns við Arsenal rennur út í næsta mánuði en Gallas hefur spilað á Englandi í tæplega tíu ár.
Hann spilaði í fimm ár með Chelsea og gekk svo í raðir Arsenal árið 2006.
Juventus hefur mikinn áhuga á varnarmanninum og forráðamenn félagsins munu hitta umbann á næstu dögum en þegar hefur verið fundað í gegnum síma.