Fram tryggði sér sæti í úrslitaleik Eimskipsbikars kvenna í handbolta með 20-29 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld. Fram mætir annaðhvort Val eða Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn.
Stella Sigurðardóttir var markahæst hjá Fram með 8 mörk en Pavla Nevarilova kom næst með 6 mörk. Hjá FH var Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir markahæst með 9 mörk.
Nánari umfjöllun með tölfræði og viðtölum við leikmenn og þjálfara birtist á Vísi síðar í kvöld.