Sjálfstæðisflokkur fylgir væntingum 17. ágúst 2010 05:30 Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Væntingavísitalan, sem Capacent Gallup mælir reglulega, virðist samkvæmt samanburði sem sjá má á vef Datamarket haldast þétt í hendur við fylgi Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti síðustu árin. Stjórnmálafræðingur segir erfitt að svara því hvort um tilviljun sé að ræða eða raunverulega fylgni. Væntingavísitalan lækkaði í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Á sama tíma jókst fylgi Sjálfstæðisflokks. Það lækkaði hins vegar um það leyti sem íslensk stjórnvöld ákváðu að styðja innrásina í Írak. Fylgi flokksins og vísitala væntinga hafa fylgst þétt að frá því í byrjun árs 2008. Báðar kúrfur náðu botninum á sama tíma. Undanfarin misseri hafa væntingar almennings til efnahagslífsins batnað og um leið eykst fylgi Sjálfstæðismanna. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segist ekki vita hvort fylgnin hafi í raun og veru einhverja sögu að segja, en sú staðreynd að væntingavísitalan byrji að tengjast fylgi Sjálfstæðisflokksins um og upp úr áramótum 2007 og 2008 segi að Íslendingar tengi væntingar sínar að einhverju leyti við flokkinn að minnsta kosti ári fyrir hrun. „Vísitalan byrjar að fylgja gengi Sjálfstæðisflokksins á meðan hann situr í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins," segir Grétar. „Þetta hefur ekkert endilega neitt með það að gera að hann sé í andstöðunni eins og í dag." Grétar telur mögulegt að kjósendum landsins sé tamt að tengja Sjálfstæðisflokkinn við von um betri tíð með blóm í haga og það sé ein skýringin. Hins vegar þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna væntingavísitalan hafi ekki haldist í hendur við fylgið fyrir lok 2007 og hvers vegna tengingin sé svona gríðarlega sterk eftir hrun. „Kannski er þetta flokkur vonarinnar, það er spurning." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sagðist ekki hafa neina skoðun á fylgni væntingavísitölunnar við fylgi flokksins og kvað málið ópólitískt. sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira