Tónleikaveislur um áramótin 29. desember 2010 08:00 Blaz Roca lofar fjöri á nasa Erpur er búinn að vera kenndur við Nasa í fjölmörg ár, bæði sem Blaz Roca og sem Rottweilerhundur, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á nýárskvöld.Fréttablaðið/stefán Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira