Tónleikaveislur um áramótin 29. desember 2010 08:00 Blaz Roca lofar fjöri á nasa Erpur er búinn að vera kenndur við Nasa í fjölmörg ár, bæði sem Blaz Roca og sem Rottweilerhundur, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á nýárskvöld.Fréttablaðið/stefán Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópavogi á gamlárskvöld en á nýárskvöld mæta strákarnir úr Sálinni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. POPS fyrir þá eldri Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveitarinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gamlárskvöld býður skemmtistaðurinn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurstakmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því poppstjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miðasölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira