Kostnaður við landsdóm 113 milljónir 19. nóvember 2010 13:35 Geir Haarde var eini ráðherrann úr hrunstjórninni svokölluðu sem Alþingi ákvað að draga fyrir landsdóm. Reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Nokkur óvissa er þó um heildarkostnaðinn og segir í minisblaðinu að langmesta óvissa liggi í lengd málsmeðferðarinnar. Því er miðað við fjögurra mánaða málsmeðferð, en ef hún reynist sex mánuðir svo dæmi sé tekið aukast útgjöldin um 43 milljónir. Að sama skapi gætu útgjöldin lækkað ef málsmeðferðin tekur skemmri tíma. „Miðað er við að launakjör dómara verði þau sömu og hæstaréttardómara," segir ennfremur. „Laun fimmtán dómara í fjóra mánuði vega þá langþyngst í þessari áætlun. Að auki er gert ráð fyrir öðrum starfsmönnum í sex mánuði, lögfræðingi, einum skrifstofumanni, dómverði og ritara í hálft starf." Þá er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir þeim viðbótarkostnaði sem fellur á Hæstarétt, við það að fimm dómarar við réttinn, sitja jafnfram í Landsdómi. Húsaleiga tekur mið að væntanlegum samningi um leigu á sal í Þjóðmenningarhúsinu í fjóra mánuði. „Heildaráætlun nemur þá rúmum 113 m.kr.,en ítrekað skal að óvissan í áætluninni er mun meiri heldur en almennt er um rekstraráætlanir stofnana," segir einnig. Ef líkur verða til þess að útgjöldin víkki verulega frá áætluninni mun ráðuneytið upplýsa fjármálaráðuneytið og Alþingi um það. Í minnisblaðinu er að lokum lagt til að ríkisstjórnin samþykki að leggja til breytingu á frumvarpi til fjárlaga, þannig að áætlað sé fyrir útgjöldunum. Landsdómur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Reiknað er með að kostnaður við fyrirhugaðan landsdóm nemi rúmum 113 milljónum króna. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hæstiréttur og dómsmálaráðuneytið lögðu í sameiningu mat á útgjöldin vegna málsins. Nokkur óvissa er þó um heildarkostnaðinn og segir í minisblaðinu að langmesta óvissa liggi í lengd málsmeðferðarinnar. Því er miðað við fjögurra mánaða málsmeðferð, en ef hún reynist sex mánuðir svo dæmi sé tekið aukast útgjöldin um 43 milljónir. Að sama skapi gætu útgjöldin lækkað ef málsmeðferðin tekur skemmri tíma. „Miðað er við að launakjör dómara verði þau sömu og hæstaréttardómara," segir ennfremur. „Laun fimmtán dómara í fjóra mánuði vega þá langþyngst í þessari áætlun. Að auki er gert ráð fyrir öðrum starfsmönnum í sex mánuði, lögfræðingi, einum skrifstofumanni, dómverði og ritara í hálft starf." Þá er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir þeim viðbótarkostnaði sem fellur á Hæstarétt, við það að fimm dómarar við réttinn, sitja jafnfram í Landsdómi. Húsaleiga tekur mið að væntanlegum samningi um leigu á sal í Þjóðmenningarhúsinu í fjóra mánuði. „Heildaráætlun nemur þá rúmum 113 m.kr.,en ítrekað skal að óvissan í áætluninni er mun meiri heldur en almennt er um rekstraráætlanir stofnana," segir einnig. Ef líkur verða til þess að útgjöldin víkki verulega frá áætluninni mun ráðuneytið upplýsa fjármálaráðuneytið og Alþingi um það. Í minnisblaðinu er að lokum lagt til að ríkisstjórnin samþykki að leggja til breytingu á frumvarpi til fjárlaga, þannig að áætlað sé fyrir útgjöldunum.
Landsdómur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira