San Antonio Spurs og Utah Utah Jazz þurfa aðeins einn sigur til viðbótar í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta til að komast í undanúrslitin eftir sigra í leikjum sínum í nótt.
San Antonio lagði Dallas Mavericks 92-89 og er þar með 3-1 yfir í einvígi félaganna í Vesturdeildinni. George Hill var fremstur meðal jafningja hjá Spurs með 29 stig en Manu Ginobili 17. Tim Duncan skoraði aðeins fjögur stig á 34 afmælisdag sinn.
Stórlaxarnir hjá Spurs héldu sig því til hlés á löngum köflum en til að mynda skoruðu Hill, Richard Jefferson, Antonio McDyess og DeJuan Blair 22 af 29 stigum Spurs í þriðja leikhluta. Dallas skoraði ekki utan af velli síðustu 8 mínúturnar.
Utah lagði Denver 117-106 þar sem Carlos Boozer fór á kostum. Hann skoraði 31 stig fyrir Utan en Deron Williams átti einnig góðan leik. Hann skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver.
