San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni með mögnuðum sigri á LA Lakers, 110-81, í Staples Center.
Fyrir leikinn grínaðist þjálfari Spurs, Gregg Popovich, með að Spurs þyrfti að fela sig fyrir Lakers er úrslitakeppnin kæmi en miðað við frammistöðuna í nótt þarf Spurs ekkert á því að halda að fela sig.
Manu Ginobili og Tim Duncan drógu vagninn fyrir gestina en Ginobili skoraði 32 stig i leiknum.
„Ótrúlegur sigur. Fyrir tveim mánuðum síðan hefði ég aldrei getað látið mig dreyma um 19 stiga sigur á Lakers," sagði Ginobili en Spurs-liðið, sem margir voru búnir að afskrifa, er að spila sinn besta bolta þessa dagana.
Úrslit næturinnar:
LA Lakers-San Antonio 81-100
Indiana-Houston 133-102
Orlando-Memphis 107-92
Toronto-Golden State 112-113
Washington-NJ Nets 109-99
Oklahoma-Minnesota 116-108
LA Clippers-NY Knicks 107-113