Handbolti

Einar Jónsson: Hrikalega flottur leikur hjá okkur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Framliðsins, var líflegur á hliðarlínunni í kvöld.
Einar Jónsson, þjálfari Framliðsins, var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Mynd/Vilhelm

Einar Jónsson, þjálfari Framliðsins var sáttur með sannfærandi sigur liðsins á meisturum Stjörnunnar í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld.

„Þetta var hrikalega flottur leikur hjá okkur og hann var það nánast allan leikinn. Fyrstu tíu mínúturnar einkenndust af smá stressi en eftir það var þetta frábært og þá sérstaklega sóknarlega. Ég held að þetta sé með betri sóknarleik sem ég hef séð hjá mínu liði í langan tíma. Þetta var óaðfinnanlegur leikur hjá okkur sóknarlega," sagði Einar Jónsson eftir leikinn.

„Þetta þýðir ekkert annað en að við erum í toppbaráttunni um að vinna deildarmeistaratitilinn. Við erum búin að tapa þremur stigum í vetur og Valur er búið að tapa tveimur þannig að þetta er allt opið. Þetta þýðir ekkert mikið annað en að við erum ennþá með í þessu móti. Við ætlum okkur að taka deildarmeistaratitilinn og þetta var einn áfangi í því," sagði Einar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×