Sýnir Feneyjaverkin í New York og seldi MOMA alfrun@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 07:00 Ragnar Kjartansson á sýningu sinni The End þegar hún var sett upp í Hafnarborg. „Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig." Lífið Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
„Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig."
Lífið Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira