Alexander vinsælasta nafnið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2010 09:02 Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira