Það er alls óvíst hvenær Dwyane Wade verður farinn að æfa með Miami Heat á nýjan leik. Hann er enn meiddur en byrjaður að æfa lítillega.
Þess utan er hann staddur í Chicago þar sem hann berst fyrir forræði barna sinna. Hann hefur átt í harðvítugri forsjárdeilu við fyrrverandi eiginkonu sína og réttarhöldin fara fram í Chicago. Ekki liggur fyrir hversu löng réttarhöldin verða.
"Það sem hann er að takast á við er miklu stærra en körfubolti. Hann kemur því til baka þegar hann er tilbúinn. Við tökum á móti honum með opinn faðminn. Það standa allir við bakið á honum hér," sagði LeBron James, félagi hans hjá Miami.