Í hot-jóga kennaranám til Taílands 3. september 2010 19:00 Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands þar sem hún mun leggja stund á nám í hot-jóga. Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni. „Ég er búin að stunda hot-jóga hjá Jóhönnu í Sporthúsinu síðan í febrúar og féll alveg fyrir íþróttinni. Ég fór svo að skoða skóla á netinu og fann einn í Bandaríkjunum og annan í Taílandi. Ég ræddi þetta svo við Jóhönnu og komst þá að því að hún hafði sjálf lært í skólanum í Taílandi. Hún var hæstánægð með námið og það var meðal annars ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara þangað,“ útskýrir Gyða sem dagsdaglega starfar hjá markaðsdeild Brimborgar. Námskeiðið stendur yfir í mánuð og er kennt á hverjum degi frá klukkan hálf sjö um morguninn og fram á kvöld. „Við stundum jóga tvisvar á dag og þess á milli lærum við sögu íþróttarinnar, anatómíu mannsins, hugleiðslu og almenna kennslutækni,“ segir Gyða og bætir við: „Ég veit að þetta er erfitt nám og hlakka til að sjá hvernig líkaminn bregst við svona stífri þjálfun.“ Gyða segir að hana hafi lengi langað að kenna íþróttir meðfram skrifstofuvinnunni og segist jafnvel geta hugsað sér að snúa sér alfarið að jógakennslu í framtíðinni. Gyða hlakkar mikið til ferðarinnar og er þegar farin að telja niður dagana. „Ég er löngu byrjuð að telja niður dagana. Ég er ekki bara að fara út í skemmtilegt nám og upplifa eitthvað nýtt heldur fæ ég að sameina bæði nám og ferðalag í einn og sama pakkann. Svo er skólinn auðvitað á mikilli paradísareyju sem skemmir ekki fyrir,“ segir hún að lokum. - sm Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Gyða Pétursdóttir flytur til Taílands í byrjun október þar sem hún hyggst læra til jógakennara. Gyða mun dvelja ásamt öðrum nemendum á paradísareyjunni Koh Samui og stunda þar hot-jóga, hugleiðslu og læra kennslutækni. „Ég er búin að stunda hot-jóga hjá Jóhönnu í Sporthúsinu síðan í febrúar og féll alveg fyrir íþróttinni. Ég fór svo að skoða skóla á netinu og fann einn í Bandaríkjunum og annan í Taílandi. Ég ræddi þetta svo við Jóhönnu og komst þá að því að hún hafði sjálf lært í skólanum í Taílandi. Hún var hæstánægð með námið og það var meðal annars ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara þangað,“ útskýrir Gyða sem dagsdaglega starfar hjá markaðsdeild Brimborgar. Námskeiðið stendur yfir í mánuð og er kennt á hverjum degi frá klukkan hálf sjö um morguninn og fram á kvöld. „Við stundum jóga tvisvar á dag og þess á milli lærum við sögu íþróttarinnar, anatómíu mannsins, hugleiðslu og almenna kennslutækni,“ segir Gyða og bætir við: „Ég veit að þetta er erfitt nám og hlakka til að sjá hvernig líkaminn bregst við svona stífri þjálfun.“ Gyða segir að hana hafi lengi langað að kenna íþróttir meðfram skrifstofuvinnunni og segist jafnvel geta hugsað sér að snúa sér alfarið að jógakennslu í framtíðinni. Gyða hlakkar mikið til ferðarinnar og er þegar farin að telja niður dagana. „Ég er löngu byrjuð að telja niður dagana. Ég er ekki bara að fara út í skemmtilegt nám og upplifa eitthvað nýtt heldur fæ ég að sameina bæði nám og ferðalag í einn og sama pakkann. Svo er skólinn auðvitað á mikilli paradísareyju sem skemmir ekki fyrir,“ segir hún að lokum. - sm
Heilsa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira