Garðar Jóhannsson var hetja Hansa Rostock í þýsku b-deildinni í dag þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 heimasigri á Alemannia Aachen.
Þetta voru langþráð mörk fyrir Garðar sem hafði ekki náð að skora í fyrstu átta leikjum sínum með Hansa Rostock liðinu en hann hafði átt tvær stoðsendingar.
Garðar skoraði fyrra markið með stórglæsilegu skoti af 18 metra færi á7. mínútu leiksins og skoraði það seinna á 58. mínútu með skoti af 10 metra eftir sendingu frá vinstri.
Garðari var skipt útaf á 81.mínútu en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með Hansa Rostock.
Sigurinn var gríðalega mikilvægur fyrir Hansa Rostock þar sem liðið er að berjast fyir lífi sínu í deildinni. Liðið er nú í 15. sæti sem er síðasta örugga sætið ídeildini og náði með þessum sigri þriggja stiga forskoti á FSV Frankurt.
Garðar opnaði markareikninginn sinn hjá Hansa með tvennu í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
