Ágreiningur um hernaðaryfirbragð 7. desember 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, á tali við íslenska friðargæsluliða á flugvellinum í Kabúl í mars 2008. Fréttablaðið/Guðsteinn Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira