Beðnar að hrella ekki foreldra með sms 15. apríl 2010 04:00 í Hellishólum Hjálparsveitarmenn aðstoðuðu breskar skólastúlkur við að bjarga föggum sínum úr gistiaðstöðu í Hellishólum eftir að búið var að loka Fljótshlíð fyrir allri umferð. Skömmu síðar fengu bændur einnig undanþágu til að sinna skepnum sínum á svæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. „Við fengum líka viðvörun tiltölulega snemma um að það gæti þurft að rýma svæðið," sagði Laila, en lögregla hafði samband við þau upp úr klukkan tvö um nóttina. Klukkan fjögur var svo tekin ákvörðun um allsherjarrýmingu í Fljótshlíð. Meðal gesta var hópur um 30 breskra unglingsstúlkna sem hér eru í skólaferðalagi. Árni Magnússon fararstjóri sagði áherslu hafa verið lagða á að skapa ekki ótta að óþörfu í hópnum og það hafi gengið mjög vel. Þá hafi verið brýnt fyrir stúlkunum að hrella ekki aðstandendur að óþörfu með skilaboðasendingum um miðja nótt. Svæðið var tæmt á nokkrum mínútum með því að Víðir hljóp á milli gistiskýla og bankaði upp á. Stúlkurnar og hluti kennara var enda á náttklæðum þegar komið var í áfallamiðstöðina í Hvolsskóla á Hvolsvelli, undir klukkan fimm um morguninn. Stúlkurnar létu ævintýrið sýnilega ekki á sig fá og var nokkuð létt yfir hópnum þegar ferðalangar, sem gist höfðu á Hellishólum, fengu að snúa inn á svæðið til að taka saman föggur sínar klukkan að verða hálfsex um morguninn. - óká Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. „Við fengum líka viðvörun tiltölulega snemma um að það gæti þurft að rýma svæðið," sagði Laila, en lögregla hafði samband við þau upp úr klukkan tvö um nóttina. Klukkan fjögur var svo tekin ákvörðun um allsherjarrýmingu í Fljótshlíð. Meðal gesta var hópur um 30 breskra unglingsstúlkna sem hér eru í skólaferðalagi. Árni Magnússon fararstjóri sagði áherslu hafa verið lagða á að skapa ekki ótta að óþörfu í hópnum og það hafi gengið mjög vel. Þá hafi verið brýnt fyrir stúlkunum að hrella ekki aðstandendur að óþörfu með skilaboðasendingum um miðja nótt. Svæðið var tæmt á nokkrum mínútum með því að Víðir hljóp á milli gistiskýla og bankaði upp á. Stúlkurnar og hluti kennara var enda á náttklæðum þegar komið var í áfallamiðstöðina í Hvolsskóla á Hvolsvelli, undir klukkan fimm um morguninn. Stúlkurnar létu ævintýrið sýnilega ekki á sig fá og var nokkuð létt yfir hópnum þegar ferðalangar, sem gist höfðu á Hellishólum, fengu að snúa inn á svæðið til að taka saman föggur sínar klukkan að verða hálfsex um morguninn. - óká
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira